sunnudagur, 2. september 2012

Booost!

Þá er skólinn bara byrjaður og strax kominn september! Það er alveg slatti af heimanámi í MR og mikið að gera og þá er einmitt tilvalið að fá sér boost þegar maður kemur heim úr skólanum, eftir æfingu eða bara til að seðja svangan maga, hehe :) 
Þetta er svona týpískur boost sem að ég fæ mér. Í hann nota ég hreint skyr, fjörmjölk (svo að boostið verði ekki allt of þykkt), frosin ber (jarðaber, bláber, hindber t.d.) og svo er líka rosa gott að setja banana með. Maður verður allavega alveg pakk eftir einn svona :)


föstudagur, 17. ágúst 2012

Kókos og hafrakonfekt

Fyrir stuttu var sjónvarpsþátturinn Með okkar augum sýndur á RÚV og þar rakst ég á þetta hér.
Þetta er sjúklega gott kókos og hafrakonfekt sem tekur no time að búa til og það er hollt! :)

Kókos og hafrakonfekt
 1 dl kaldpressuð kókosolía
½ dl agave sýróp
2 msk hunang
1 tsk vanilluduft eða dropar
½ dl kakóduft
2 dl kókosmjöl
2 dl hafrar
nokkur saltkorn

Aðferð
Setjið kókosolíu, agavesýróp og hunang í skál. Bætið vanillu og salti útí og hrærið saman. Bætið kakóduftinu við og látið blandast, bætið síðan kókosmjölinu  og höfrunum útí og klárið að blanda þetta saman. Setjið í lítil konfekt eða muffinsform. Sett inn í frysti eða kæli þar til þetta hefur stífnað. TIlbúið og njótið!þriðjudagur, 14. ágúst 2012

Sumar

Svona hefur lífið verið hjá okkur í sumar! Við fórum í langa og stórskemmtilega útilegu í lok sumars og hér eru myndir frá henni. Ég trúi því bara ekki hvað sumarið hefur liðið hratt og núna erum við bara að fara að byrja í skólanum aftur! En það verða spennandi og skemmtilegir tímar :)miðvikudagur, 11. júlí 2012

Sumarfrí :)

Nú er ég komin heim frá Svíalandinu! Þetta var frábær ferð og ég skemmti mér svo ótrúlega vel! Ég verslaði nokkrar flíkur og skelli myndum af þeim seinna því nú erum við fjölskyldan að fara í útilegu :) Það verður alveg brjálað fjör, munum fara hringinn í kringum landið og skoða hina ýmsu staði og sveitir. Vona að þið eigið frábært sumar! :)


laugardagur, 30. júní 2012

Partille Cup 2012

Á morgun þann 1. júlí er ég að fara í handboltaferðalag til Svíþjóðar á mót sem heitir Partille Cup!
Ég hef farið einu sinni áður á þetta mót en það var árið 2010. 
Mótið er í eina viku og á þessari viku gerist svo margt! Við förum í skemmtigarð, vatnsrennibrautagarð, verslum, kíkjum á böll, keppum við fullt af löndum og eignumst svooo mikið af frábærum minningum.
Ohh, ég hlakka svo mikið til!! :))
Myndir frá 2010

McFlurry...
Hlakka sérstaklega til að fá mér svona!


Versla, versla, versla...


fimmtudagur, 21. júní 2012

Gaman gaman!

Ég var að fá bréf í póstinum í dag þar sem mér var tilkynnt að umsóknin mín í Menntaskólann í Reykjavík hefur verið samþykkt! Ekkert smá gaman og svo er mamma einnig að fara í Tækniskólann í haust að læra grafíska miðlun og Kristjana systir í Háskóla Íslands í mastersnám! Við verðum allar þrjár sveittar yfir skólabókunum í vetur, hehe :)
þriðjudagur, 19. júní 2012

17. júní 2012

Á 17. júní fórum við stelpurnar niður í bæ. Við fengum okkur ís, kíktum upp í Hallgrímskirkjuturn, fórum í Hörpuna, horfðum á skemmtiatriði og margt fleira. 
Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur konunglega :)

Ísarnir okkar :)

Hallgrímskirkja

Miðbærinn

Gott að borða :)

Ég í nýju fötunum mínum :)


laugardagur, 16. júní 2012

Amercan flag peysur

Ég er orðin eitthvað rosalega hrifin af prjónuðum American flag peysum! 
Finnst þær eitthvað svo kósý og töff. 
Við fórum í Europris um daginn og ég keypti mér garn í svona peysu og svo ætla ég að reyna að prjóna eina. Eigum bara eftir að finna uppskrift :)
fimmtudagur, 14. júní 2012

Myndir

Góð ferð í Topshop ;)


Mmmm...
 Árshátíð 2012
Guðrún og ég


 Dundað sér aðeins

Sumar buxur :)


Smá Converse sjúk!

Ég leysti Rubiks kubb með hjálp frá netinu, hehe! :)

Míó sætur